Við viljum byggja upp skýra ímynd sem tengist fagmennsku og trausti og leggjum mikla áherslu á samfélagsábyrgð.

Áhersla er lögð á að starfa sem nútímalegt og framsækið fyrirtæki sem skoðar ólíkar lausnir með opnum huga og með heildarhagsmuni samfélagsins að leiðarljósi.

Stefna okkar byggir á hlutverki Landsnets og framtíðarsýn og er ætlað að stuðla að því að það ræki hlutverk sitt af natni og í sem víðtækastri sátt við samfélagið og umhverfið.

Við höfum mótað okkur sjálfbærnistefnu, sem fylgir alþjóðlegum viðmiðum um samfélagsábyrgð, og erum aðilar að Festu.

Sjálfbærnistefna Landsnets – framtíðarsýn 

Landsnet er þjónustufyrirtæki í eigu þjóðarinnar og gegnir lykilhlutverki í að reka og viðhalda einni af grunnstoðum nútímasamfélags – flutningskerfi raforku. Sjálfbærni er undirstaða allra ákvarðana og verkefna hjá Landsneti, þar sem heildarhagsmunir samfélagsins, umhverfisins og efnahagslífsins eru hafðir að leiðarljósi. Landsnet vinnur markvisst að því að tryggja afhendingaröryggi raforku, lágmarka umhverfisáhrif og stuðla að sjálfbærri þróun með ábyrgum starfsháttum. Landsnet hyggst vera leiðandi í sjálfbærni og ábyrgum rekstri sem styður samfélagið, náttúruna og hagkerfið til framtíðar.

Stefna Landsnets byggir á alþjóðlegum viðmiðum, lögum og stöðlum. Landsnet innleiðir markmið í sjálfbærnimálum í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins um sjálfbærniupplýsingar fyrirtækja (CSRD), byggt á ESRS stöðlum, Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og ISO-vottunum. Það tryggir gagnsæi, ábyrgð og stöðugar umbætur í starfsemi fyrirtækisins.

Samfélag

Velsæld starfs­fólks  
Landsnet fylgir eftir mannauðs- og mann­rétt­inda­stefnu og jafn­launa­vottun til að vinna gegn kynbundnum launamun. Lögð er áhersla á jafn­rétti, fjöl­breytni, öryggi, uppbygg­ingu þekk­ingar, starfs­ánægju og velsæld starfs­fólks.

Samfé­lags­ábyrgð  
Landsnet leggur áherslu á opið og gagn­sætt samtal við hagaðila og nærsam­fé­lag, byggt á samráði og upplýs­inga­gjöf.

Uppbygging og rekstur flutn­ings­kerfis  
Flutn­ings­kerfið gegnir lykil­hlut­verki í nýtingu og samkeppn­is­hæfni endur­nýj­an­legrar raforku í landinu sem er nauð­synleg forsenda orku­skipta og styður þannig við skuld­bind­ingar Íslands í lofts­lags­málum.

Framlag til þekk­ingar og nýsköp­unar  
Landsnet styður við rann­sóknir, nýsköpun og þróun í samstarfi við orku­geirann og háskóla- og nýsköp­un­ar­sam­fé­lagið.

Ábyrgir starfshættir

Góðir stjórnarhættir  
Landsnet leggur ríka áherslu á viðskiptasiðferði og áhættustýringu með áherslu á trausta stjórnarhætti, sjálfbærni og ábyrgð í virðiskeðjunni.

Skilvirkni og fjárfestingar  
Með hagkvæmum rekstri og skynsamlegum fjárfestingum stuðlar Landsnet að framþróun gagnvart atvinnulífinu og fólkinu í landinu.

Stöðugar umbætur  
Landsnet er með ISO-vottað stjórnunarkerfi sem eykur skilvirkni, gæði og stöðugar umbætur í allri starfsemi fyrirtækisins.

Umhverfi

Loftslagsmál  
Landsnet vinnur markvisst að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og fylgir eftir stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum. Hjá Landsneti eru raforkumál loftslagsmál og gegna lykilhlutverki í orkuskiptum þjóðarinnar.

Umhverfisáhrif  
Landsnet umgengst auðlindir náttúrunnar með varfærnum hætti við uppbyggingu og rekstur mannvirkja. Ávallt er horft til þess hvernig lágmarka megi neikvæð áhrif á auðlindir, líffræðilegan fjölbreytileika og vistkerfi í ákvarðanatöku og framkvæmdum.

Hringrásarhagkerfi  
Landsnet vinnur að sjálfbærri auðlindanýtingu, endurvinnslu og endurnýtingu  úrgangs og ábyrgri meðferð hættulegra efna með það að markmiði að stuðla að hringrásarhagkerfi.

Samráð við hagaðila

Við höfum sett á stofn hagsmunaráð en megintilgangur þess er að skapa vettvang umræðna milli hagsmunaaðila í samfélaginu um uppbyggingu raforkukerfisins.

Á sama hátt hafa verið sett á fót verkefnaráð um okkar helstu framkvæmdir; samráðsvettvang þar sem helstu hagsmunaaðilar koma saman til kynninga- og samráðsfunda.

Markmiðið með stofnun verkefnaráðanna er að tryggja virkara samtal, skilning og betra upplýsingaflæði milli hagsmunaaðila í aðdraganda ákvarðana um framkvæmdir á okkar vegum. Við hvetjum alla aðila til að fylgjast með á www.landsnet.is þar sem upplýsingar um framvindu verkefna, fundagerðir og kynningar eru settar inn.

Vinnustaðurinn

Við  leggjum okkur fram um að vera eftirsóknarverður vinnustaður. Við leggjum áherslu á umhyggju í starfi og velferð starfsfólks okkar, vinnum markvisst að jafnréttismálum og leggjum okkur fram um framúrskarandi þekkingu á okkar sviði.

Öryggismál

Öryggismál skipta okkur öllu og við leggjum okkur fram við að skapa öruggan og slysalausan vinnustað.

Við styðjum málefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið okkar og horfum við þá til málefna sem tengjast umhverfi, forvörnum og fræðslu. Nánari upplýsingar um styrki má finna hér.