Framkvæmdastjórn

Guðmundur Ingi Ásmundsson

forstjóri

Hann er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í raforkuverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet. Guðmundur Ingi starfaði hjá Landsvirkjun, varð kerfisstjóri við stofnun Landsnets og tók við starfi forstjóra 2015.

Guðlaug Sigurðardóttir

framkvæmdastjóri fjármála og árangurs

Hún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og tók við starfi framkvæmdastjóra fjármála hjá Landsneti árið 2008. Áður hafði hún starfað sem fjármálastjóri sveitarfélags og hjá sjávarútvegsfyrirtæki . Guðlaug er er einnig staðgengill forstjóra og situr í stjórn Samorku.

Guðný Björg Hauksdóttir

framkvæmdastjóri mannauðs og umbóta

Hún er með BA-próf í stjórnmálafræði og diplóma í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Guðný hefur 18 ára reynslu úr áliðnaði, meðal annars sem framkvæmdastjóri heilsu-, öryggis- og mannauðsmála hjá Fjarðaáli og mannauðsstjóri hjá Norðuráli.

Nils Gústavsson

framkvæmdastjóri eigna og reksturs

Hann er með meistarapróf í rafmagnsverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet.  Nils hóf störf hjá Landsneti  sem deildarstjóri kerfisstjórnar,  tók við svo við  starfi framkvæmdastjóra eigna og reksturs. Hann starfaði áður sem yfirmaður stjórnstöðvar hjá Landsvirkjun.

Svandís Hlín Karlsdóttir

framkvæmdastjóri viðskipta- og kerfisþróunar

Svandís er með meistarapróf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og nám frá KTH í Stokkhólmi. Hún hóf störf hjá Landsneti sem sérfræðingur, varð forstöðumaður viðskiptaþróunar og tók svo við núverandi starfi. Hún hefur einnig starfað í Svíþjóð og setið í stjórnum Orkuklasans og Kvenna í orkumálum.

Jóhannes Þorleiksson

Framkvæmdastjóri upplýsingagreindar og -tækni

Hann er með MSc-próf í raforkuverkfræði og hefur víðtæka reynslu af ráðgjöf á sviði raforku, kerfisgreininga og öryggismála. Jóhannes starfaði áður sem forstöðumaður rafveitu hjá Veitum, auk þess að hafa verið framkvæmdastjóri Norconsult á Íslandi.

Þorvaldur Jacobsen

framkvæmdastjóri kerfisstjórnunar

Þorvaldur hefur BS-próf í rafmagnsverkfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu frá Texas-háskóla. Hann hefur gegnt stjórnunarstörfum áður en hann tók við núverandi starfi og setið í stjórnum meðal annars Stéttarfélags verkfræðinga og Landsbankans.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður

Sigrún Björk hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, samtaka og nefnda og hefur víðtæka reynslu af ferðaþjónustu og sveitarstjórnarmálum. Hún var bæjarfulltrúi á Akureyri (2002–2010) og bæjarstjóri (2007–2009). Hún er framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla og var kjörin í stjórn Landsnets 7. apríl 2016. Hún hefur engin hagsmunatengsl við félagið eða helstu viðskiptavini þess.

Álfheiður Eymarsdóttir, meðstjórnandi

Álfheiður er stjórnmálafræðingur með diplóma í alþjóðastjórnmálum og stjórnmálaheimspeki frá Edinborgarháskóla. Hún hefur starfað í tölvu- og tæknigeiranum, sjávarútvegi og opinberri stjórnsýslu, bæði hérlendis og í Bretlandi. Hún er bæjarfulltrúi í Árborg og situr í stjórnum Leigubústaða Árborgar og Strandveiðifélags Íslands. Hún var í stjórn RARIK (2017–2023) og endurskoðunarnefnd þess (2022–2023). Álfheiður var kjörin í stjórn Landsnets 24. mars 2023 og situr í endurskoðunarnefnd þess. Hún hefur engin hagsmunatengsl við félagið eða helstu viðskiptavini þess.

Birkir Jón Jónsson, meðstjórnandi

Birkir Jón er með MBA frá HÍ (2008) og starfar sjálfstætt. Hann hefur setið í stjórnum Hugarafls, Íbúðalánasjóðs (2002–2006), RARIK (2014–2023, formaður 2014–2017 og 2018–2023) og Sorpu (2018–2022, formaður 2018–2020). Hann var bæjarfulltrúi í Fjallabyggð (2006–2010) og Kópavogi (2014–2022, formaður bæjarráðs 2018–2022). Birkir Jón var aðstoðarmaður félagsmálaráðherra (2000–2003) og alþingismaður (2003–2013). Hann var kjörinn í stjórn Landsnets 24. mars 2023 og situr í endurskoðunarnefnd þess. Hann hefur engin hagsmunatengsl við félagið eða helstu viðskiptavini þess.

Elín Björk Jónasdóttir, meðstjórnandi

Elín er með BSc og MSc í veðurfræði og diplóma í alþjóðasamskiptum frá HÍ. Hún stundar MA-nám í alþjóðasamskiptum og lýkur því sumarið 2025. Hún starfar sem sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og sinnir ráðgjöf í loftslagsvísindum og kennslu í veðurfræði. Hún vann áður hjá Veðurstofu Íslands og veitti Landsneti veðurfræðiráðgjöf (2011–2015). Elín er formaður VG í Reykjavík og situr í stjórnum VG, Ferðafélags Íslands og Grænna skáta. Hún var kjörin í stjórn Landsnets 24. mars 2023 og hefur engin hagsmunatengsl við félagið eða helstu viðskiptavini þess.

Friðrik Fraser, meðstjórnandi

Friðrik er menntaður í flugrekstrarfræði og með PMD frá HR. Hann starfar við fjárfestingar og innflutning og er eigandi og stjórnarformaður Góðra hótela ehf. og Norðursiglingar hf. Hann hefur rekið fjölbreytt fyrirtæki í tæpa þrjá áratugi. Friðrik sat í bæjarstjórn Húsavíkur og Norðurþings (1996–2016), var forseti bæjarstjórnar og stjórnarformaður Orkuveitu Húsavíkur og RARIK. Hann var kjörinn í stjórn Landsnets 24. mars 2023 og hefur engin hagsmunatengsl við félagið eða helstu viðskiptavini þess.

Varamenn í stjórn 

Hafdís Gunnarsdóttir 
Jón Gunnar Vilhelmsson

Skipurit

Breytingarnar í samfélaginu, raforkumarkaður, nýir orkugjafar, orkuskiptin, fjölbreyttari framleiðsla og aukið samtal við viðskiptavini gaf tilefni til að láta breytingarnar ná inn til okkar.

Til að styðja við innleiðingu á stefnu fyrirtækisins og gera okkur kleift að leysa verkefni okkar í takt við nýjar áherslur var skipuritið endurskoðað og nýtt kynnt til sögunnar í byrjun árs 2023.

Eigendur

Landsnet er hlutafélag í eigu ríkissjóðs og Orkuveitu Reykjavíkur og tók til starfa í ársbyrjun 2005. Fyrirtækið starfar skv. sérleyfi og er háð eftirliti Orkustofnunar sem ákveður tekjumörk sem gjaldskrár byggja á.